Bjartsýni!

Komiði sæl

Langar soltið að fjalla um hvaða björtu punktar um að ræða fyrir námsmenn erlendis núna á þessum síðustu og verstu tímum. Sérstaklega þegar maður heyrir að það sé búið að loka fyrir færslur til og frá Íslandi vegna þess að gjaldmiðillinn heima á Íslandi sé ekki einu sinni notaður fyrir klósettpappír.

  1. Nú geta námsmenn skilað inn líkamsræktarkortum og hætt að skokka og almennt hætt að hreyfa sig vegna þess að matur og önnur "munaðarvara" er nú utan seilingar vegna gjaldeyrisskorts í vasa.
  2. Námsmenn geta líka afpantað væntanlegt pláss á Vogi vegna ofneyslu áfengis,(las einhversstaðar að helsti verðsamanburður væri mikið á áfengisverði). Þó að plássið sé borgað af mestu af ríki þá skortir fjármagn til að ná nægjanlegum árangri í drykkju til að eiga plássið skilið.
  3. Ódýrir tölvu og flatskjáir koma nú til með að vera fáanlegir frá íslenskum námsmönnum á lágu verði vegna þess að þeim vantar gjaldeyri til þess að kaupa áfengi( og með því að kaupa áfengi þá er tilgangurinn að sjálfsögðu að afla sér heimilda um áfengisverð til að geta borið saman við sambærilega vöru á klakanum og rökrætt þá hvar sé ódýrara að neyta áfengis).
  4. Smáauglýsingar Íslendingafélaga fyllast að gylliboðum um ódýrar mublur og innanstokksmuni sem er að vissu leyti sparnaður fyrir þá sem eru að flytja út til náms,(að því gefnu að þeir aðilar greiði fyrir vörurnar í einhverju öðru en íslenskum krónur).Sá gjaldmiðill er ekki pappírsins virði í augnablikinu.
  5. sennilegt er að brotamálms framboð aukist til muna þegar ljóst verður hvort verður hægt að skila inn íslensku klinki til endurvinnslu.(gott fyrir umhverfið)
  6. Aftur verða teknar upp bréfaskriftir á gamla háttinn því að internetáskrift er nú orðin munaðarvara og er það ekki eitt af því sem námsmenn hafa ráð á.(fólk lærir þá aftur hvernig á að nota penna og umslag,,,,,ergo frímerkjasöfn hækka í verði og hægt að selja þau í smáauglýsingum íslendingafélagana)
  7. Reiðhjól verða seld dönum í kassavís af námsmönnum.(sem er gott því að þá verða þau kannski notuð eitthvað)
  8. bílar notaðir sem íbúðir vegna skorts á fjár til leigu eða seldir því landi sem námsmaðurinn er staddur í hverju sinni.(partur af líkamsræktarávinning)
  9. námsmenn fá þó ennþá tækifærið á að hreyfa sig þá að líkamsræktarkortið sé ekki lengur fyrir hendi vegna þess að þegar bíllinn er farinn, hjólið selt, og enginn aur fyrir strætó korti er göngutúr óumflýjanlegur.
  10. Mikil sköpun kemur til með að eiga sér stað í eldhúsi námsmanna þegar reynt verður að elda úr því sem eftir er í ísskápnum.(glerhillur, plastskúffur og litlu hillurnar í hurðinni. Hugsanlega einstaka seglar sem enn hanga utan á skápnum. Ef heppnin er með námsmanninum er hann líka með frysti og getur því borðað klaka með vatninu úr krananum.

Ef ykkur dettur eitthvað fleira í hug þá endilega látið vita því að ég hygg á að búa til lista með því sem námsmenn taka sér fyrir hendur á þessum nýju og góðu tímum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Þetta er svo ósanngjarnt hvað þessir helvítis loddarar eru búnir að gera, og svo er flúið land með allar sínar millur!!!!!!!!!!! ÉG SAMHRYGGIST YKKUR!!! Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 11.10.2008 kl. 19:15

2 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Góður!!!

Um að gera að nota bara hugmyndaflugið. Ég vil bæta því inn að maður getur verið ánægður að fá loks not fyrir varasjóðinn sinn um miðjuna!

Kristbjörg Þórisdóttir, 12.10.2008 kl. 10:48

3 Smámynd: Ævar

Ég las það einhversstaðar að ef maður blandar saman hori, eyrnamerg og augnstýrum þá er það ekki svo slæmt til manneldis. M.v. þennan lista hér að ofan er ég handviss um að þú sért nú þegar byrjaður að safna hori, eyrnamerg og stýrum úr fjölskyldumeðlimum. Gæti t.d. vel séð fyrir mér að svona stappa, þá ásamt klökunum úr frystinum yrði alls ekki svo vont, það þyrfti kannski örfáa daga til þess að venjast þessu.

Bestu kveðjur í danaveldið :) 

Ævar, 13.10.2008 kl. 22:19

4 identicon

Ævar, ég hef nú séð eitt og annað miður fagurt en þessi uppskrift er klárlega það ógeðslega sem ég hef nokkurn tíma augum barið!!!!!!!

Bjögga (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnar Hermannsson
Ragnar Hermannsson
giftur, tveggja barna faðir og er við nám í danmörku í augnablikinu. Og í guðana bænum þá ekki taka mig of alvarlega, þá fyrst er maður orðinn gamall.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 583

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband