já, já ég veit........

Að það er langt síðan síðast en þið verðið bara að lifa með því...... Ég hef ekki haft sérstaklega mikið að segja síðustu dag fyrr en núna.... Ég er í valfagi í skólanum sem fjallar um arkitektúr og þess háttar. Fínt mál og voða gaman. En botninn datt úr núna í dag. Við fórum í vettfangsferð til Köben með rútu í morgun. Ferðin byrjar á því að ég sæki félaga minn heim til hans og við brunum í skólann um 7 leytið í morgun. Þá uppgvötar félaginn að hann hefur tekið eina bíllykil heimilisins með sér og hann  ætlar að vera yfir nótt í Köben, annað en við hin. Við getum ekki snúið við því að þá náum við ekki rútunni sem fer 7:15. Góð ráð dýr núna, Annar félaginn hleypur undir bagga og reddar málunum fyrir hinn með að taka lykilinn og skila honum síðar um morguninn heim til félaga númer 1.

Þá komum við að rútuferðinni en hún byrjar á því að bílstjórinn getur ekki opnað hurðina til að hleypa okkur inn.... eftir 20 mín baráttu við glussakerfið í rútunni ( og bílstjórinn vopnaður afturendanum á sjálfum sér sem hann slengdi í hurðina af miklu afli ) þá opnast hurðin ekki ekki lengra en það að hann hefur lagt rútunni inn í runna þannig að það komst enginn inn hvorteðer. Hann færir bílinn og í leiðinni losar hann rútuna við annað afturljósið með því að keyra lengra inn í runnann og krækja draslinu í greinar. Og núna þegar allir eru komnir inn þá kemst bílstjórinn að því að hann getur núna ekki lokað hurðinni almennilega og því er keyrt af stað með 5 cm rifu á hurðinni sem svo helst alla leið til köben....

So far, So good.....

Við setjumst í nágrenni nokkurra spánverja sem líta nokkuð almennilega út. Okkar mistök því að þessir helv....... spanjólar tala hver ofaní annan og allir reyna að tala hærra en næsti maður. Alger snilld um kl 8 á morgni eftir ævintýralega byrjun að lenda á svona drasli.. Svo komumst við að því að bílstjórinn ratar bara til Köben en ekkert í Köben sjálfri, sem er frekar nauðsynlegt þegar við erum að elta byggingar í Köben þannig að honum er bjargað að danskri tæknifrík sem er með GPS kerfi í símanum sínum og getur sagt honum til... Fínt. Við keyrum í gegnum miðbæ Köben og lengst í rassgat og nánast hinumeginn út úr Köben til að hleypa tveimur Búlgurum út á lestarstöð því að þeir fengu bara "far" með okkur.... og svo þræðum við okkur alla leið til baka og aftur út úr Köben á sama stað og við komum inn í borgina til að skoða kirkju.... Þessi útúrtúr kostaði okkur hádegismatinn því að bara það að skutla þessu fólki tók EINN OG HÁLFAN tíma takk fyrir. Þá vorum við búin að keyra tvisvar í gegnum miðbæinn.. Fínt..

Síðan þræðum við rútuna aftur inn í miðbæ til að við getum labbað 10 km á tveimur tímum til að skoða gamlar byggingar. Og þar fáum við að vita að af því að Búlgararnir fengu far og þurfti að skutla þeim þá sé hádegishléið búið og við þurfum að éta bara á leiðinni á milli staða að skoða..

Takk fyrir mig skíta búlgarar......

Ég og félagi minn gefum skít í þetta eftir klukkutíma og fáum okkur að éta.

á þessum tímapunkti er ég búin að eyða 6 tímum í rútu það sem af er degi.

Við þrusum miðbænum af og keyrum á tvo staði í viðbót... magnað.

Á leiðinni heim komumst við að því að spánverjarnir hafa ekkert skánað í tal-andanum og tala bara hærra....frábært. og ekki nóg ,eð það heldur þá kann bílstjórinn ekki á loftkælinguna þannig að eftir smástund sitjum við í 30 gráðu hita með snarvitlausa spánverja, berjandi á hljóðhimnunum. og ekki nóg með það heldur þá þarf bílstjórinn að stoppa reglulega til að þurrka móðuna úr glugganum því að hann sér ekkert út...

niðurstaður dagsins eru eftirfarandi...

Spánn er ömurlegt land....

Aldrei að setjast upp í rútu ef bílstjórinn lítur út fyrir að hafa lifað 2 heimsstyrjaldir......

11 og 1/2 tími í rútu á einum degi er skaðlegt fyrir rassa......og sérstaklega í 30 gráðu hita.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hata spánverja!

Ármann (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 10:31

2 identicon

Hæ, sá að þú varst eitthvað að kommenta á facebook um bloggið þitt svo ég kíkti.

Snilldar frásögn! :) En ég veit að stelpan sem fékk far er frá Rússlandi og hún er klikkuð í hausnum, en ég veit ekkert hvaðan strákurinn er.

Þið voruð samt óheppnir að sitja niðri með Spánverjunum því við sem sátum uppi gátum sofnað því allir voru orðnir sljóir af súrefnisskorti.

Þórhildur (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 14:09

3 identicon

bíddu aðeins Raggi, ég ætla að hringja á vælubílinn fyrir þig....

ásta systir (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnar Hermannsson
Ragnar Hermannsson
giftur, tveggja barna faðir og er við nám í danmörku í augnablikinu. Og í guðana bænum þá ekki taka mig of alvarlega, þá fyrst er maður orðinn gamall.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband