Hugvekja.

Ég veit ekki hvort þetta er réttur vettfangur til að tjá mig um þetta en ég finn mig knúinn til að skrifa eitthvað. Flestir sem mig þekkja vita að afi minn dó núna 29. Apríl síðastliðin og gekk það eins og hann kaus sjálfur. Ég veit ekki hvað það var en eitthvað var það sem að dró mig til þess að ég bara varð að fara og kveðja hann. Hann veiktist mikið og var það ljóst að hann ætti ekki mikið eftir. nokkrum dögum áður en hann veiktist þarna í síðasta skiptið hafði ég talað við hann í síma og þá sagði hann mér að ég skildi ekki vera að henda peningum í það að koma til að horfa á eftir honum í gröfina. hann færi ekki neitt eftir það og þess vegna væri nógur tími til að heimsækja hann þangað. En ákvörðun var tekin um að fara þarna rétt fyrir páska og kveðja. sú ákvörðun var tekin með hans stíl. Miði pantaður rúmlega 7 og ég farinn kl rúmlega 8 á leið til íslands.

Nú í dag á svo að jarða gamla og ég sit fastur hérna í Danmörku og get ekkert en verið með í huga. Það sárasta finnst mér um það að ég get ekki fylgt honum síðasta spottann sem hann ferðast um bæinn. Og það að ég hafði ekki hugsað mér að hann fengi að fara í gröfina án þess að sjá Sigga Kalla. En maður fær víst ekki allt sem maður vill.´Það sem ég upplifi núna er að ég er sorgmæddur og er kannski rétt að byrja að syrgja kallinn þegar ég sé minningargreinarnar í mogganum, sökum þess að ég er staddur svona langt í burtu frá öllum.

En það sem nagar mig mest núna er það að ég get ekki verið líkberi og slakað honum sjálfum oní gröfina. Ég býst við því að af flestum barnabörnunum höfum við systkinin staðið houm næst og því er það sárt að þurfa að hugsa sér að flestallir aðrir en ég fái að kveðja kallinn bæði með kistulagningu og síðan með athöfn.

 

Afi minn....

Ég kveð þig hér með og þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig í gegnum tíðina. Ég veit að við vorum ekki alltaf sammála en þú varst alltaf til staðar og gerðir hvað þú gast fyrir okkur litlu fjölskylduna. Styðst að minnast þess hvernig þú studdir mig/okkur í náminu sem ég er í núna.

Með söknuð í hjarta.

Þinn nafni

Ragnar Hermannsson yngri


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Leyfist mér fyrst að votta þér samúð mína við fráfall nafna þíns
og þakka þér fyrir greinina sem þú skrifar um hann. -

Óendanlega er það mikils virði að þið náðuð að ræðast við en
þau eru ófá dæmin þar sem tíðindi bera svo brátt að, að hvorki foreldrar
né börn fá nokkurt tækifæri; standa frammi fyrir því sem orðið er. -

Ef ég mætti gefa þér nokkurt ráð þá er það að kveikja á kerti og
minnast þeirra ljúfu daga sem þú veist að þið áttuð og friður og
sátt mun sækja þig heim, - það er gömul og ný reynsla, -
og þú munt sjá að þú hefur fulla ástæðu til að vera stoltur af honum
afa þínum og nánd og návist er sem hann sjálfur sé þar; tak gleði þína,
gakk út til samfagnaðar með vinum og kunningjum því sjá sá maður
mun aldrei víkja langt frá þér og muntu finna þess vottinn
fyrr og síðar. Lifðu heill.

Húsari. (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 10:50

2 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Elsku Raggi

Orð þín til afa þín snertu mig.

Ég og við fjölskyldan vottum þér samúð

Kolla og Hlynur

Kolbrún Jónsdóttir, 10.5.2009 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnar Hermannsson
Ragnar Hermannsson
giftur, tveggja barna faðir og er við nám í danmörku í augnablikinu. Og í guðana bænum þá ekki taka mig of alvarlega, þá fyrst er maður orðinn gamall.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband