Hugvekja.

Ég veit ekki hvort þetta er réttur vettfangur til að tjá mig um þetta en ég finn mig knúinn til að skrifa eitthvað. Flestir sem mig þekkja vita að afi minn dó núna 29. Apríl síðastliðin og gekk það eins og hann kaus sjálfur. Ég veit ekki hvað það var en eitthvað var það sem að dró mig til þess að ég bara varð að fara og kveðja hann. Hann veiktist mikið og var það ljóst að hann ætti ekki mikið eftir. nokkrum dögum áður en hann veiktist þarna í síðasta skiptið hafði ég talað við hann í síma og þá sagði hann mér að ég skildi ekki vera að henda peningum í það að koma til að horfa á eftir honum í gröfina. hann færi ekki neitt eftir það og þess vegna væri nógur tími til að heimsækja hann þangað. En ákvörðun var tekin um að fara þarna rétt fyrir páska og kveðja. sú ákvörðun var tekin með hans stíl. Miði pantaður rúmlega 7 og ég farinn kl rúmlega 8 á leið til íslands.

Nú í dag á svo að jarða gamla og ég sit fastur hérna í Danmörku og get ekkert en verið með í huga. Það sárasta finnst mér um það að ég get ekki fylgt honum síðasta spottann sem hann ferðast um bæinn. Og það að ég hafði ekki hugsað mér að hann fengi að fara í gröfina án þess að sjá Sigga Kalla. En maður fær víst ekki allt sem maður vill.´Það sem ég upplifi núna er að ég er sorgmæddur og er kannski rétt að byrja að syrgja kallinn þegar ég sé minningargreinarnar í mogganum, sökum þess að ég er staddur svona langt í burtu frá öllum.

En það sem nagar mig mest núna er það að ég get ekki verið líkberi og slakað honum sjálfum oní gröfina. Ég býst við því að af flestum barnabörnunum höfum við systkinin staðið houm næst og því er það sárt að þurfa að hugsa sér að flestallir aðrir en ég fái að kveðja kallinn bæði með kistulagningu og síðan með athöfn.

 

Afi minn....

Ég kveð þig hér með og þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig í gegnum tíðina. Ég veit að við vorum ekki alltaf sammála en þú varst alltaf til staðar og gerðir hvað þú gast fyrir okkur litlu fjölskylduna. Styðst að minnast þess hvernig þú studdir mig/okkur í náminu sem ég er í núna.

Með söknuð í hjarta.

Þinn nafni

Ragnar Hermannsson yngri


jæja gott fólk!!!!!!

Þá er komið að því að ég mun opna fyrir flógáttir vitleysunar og setja nokkra stafi á síðuna.....

Síðan ég bloggaði síðast hefur mikið skeð og mun ég stikla á stóru þar um...

Ég byrjaði á ensku línunni í skólanum ( þarf þar af leiðandi að yfirgefa dönsku vini mína og hefja samstarf með "útlendingum"). Endaði með litla manninum sem hefur hingað til verið eins síns liðs í danaveldi ( eða þar til núna um áramót ) sem mér líst vel á..... Enda löngu plottað að við ætluðum saman í hóp. Síðan bættust við í hópinn ein ungversk stelpa að nafni Bianca sem er sennilega þrjóskari en ég, og nú skuluð þið dæma um hvort það er gott eða slæmt.... Og hápunktur hópsins er síðan "þrællinn" okkar sem heitir Louis og er frá Ghana....( híhí). Aldrei hefði ég getað ímyndað mér að ég ætti eftir að vera í skóla með gaur frá Ghana. En skemmtilegt að segja frá því að ég er byrjaður að læra móðurmál Ghanverja.. ég náði einu orði um daginn sem hljómar svona

"ummmmbababa" ( borið fram mjög hratt og með nokkrum gómasmellum )

Veit reyndar ekki hvað það þýðir en það lofar góðu....

Svo er ég heitur á uppboðsvefjum Danmerkur í leit að golfudstyr sem er áætlað að hefja notkun á um leið og veður leyfir..... og konan:)

annars er allt svipað og síðast hérna í danaveldi:)

bið að heilsa þeim sem ég þekki.... ekki hinum:)


þetta er að koma allt saman!!!

Ég er að vinna í þessu krakkar.......þolinmæði:)

já, já ég veit........

Að það er langt síðan síðast en þið verðið bara að lifa með því...... Ég hef ekki haft sérstaklega mikið að segja síðustu dag fyrr en núna.... Ég er í valfagi í skólanum sem fjallar um arkitektúr og þess háttar. Fínt mál og voða gaman. En botninn datt úr núna í dag. Við fórum í vettfangsferð til Köben með rútu í morgun. Ferðin byrjar á því að ég sæki félaga minn heim til hans og við brunum í skólann um 7 leytið í morgun. Þá uppgvötar félaginn að hann hefur tekið eina bíllykil heimilisins með sér og hann  ætlar að vera yfir nótt í Köben, annað en við hin. Við getum ekki snúið við því að þá náum við ekki rútunni sem fer 7:15. Góð ráð dýr núna, Annar félaginn hleypur undir bagga og reddar málunum fyrir hinn með að taka lykilinn og skila honum síðar um morguninn heim til félaga númer 1.

Þá komum við að rútuferðinni en hún byrjar á því að bílstjórinn getur ekki opnað hurðina til að hleypa okkur inn.... eftir 20 mín baráttu við glussakerfið í rútunni ( og bílstjórinn vopnaður afturendanum á sjálfum sér sem hann slengdi í hurðina af miklu afli ) þá opnast hurðin ekki ekki lengra en það að hann hefur lagt rútunni inn í runna þannig að það komst enginn inn hvorteðer. Hann færir bílinn og í leiðinni losar hann rútuna við annað afturljósið með því að keyra lengra inn í runnann og krækja draslinu í greinar. Og núna þegar allir eru komnir inn þá kemst bílstjórinn að því að hann getur núna ekki lokað hurðinni almennilega og því er keyrt af stað með 5 cm rifu á hurðinni sem svo helst alla leið til köben....

So far, So good.....

Við setjumst í nágrenni nokkurra spánverja sem líta nokkuð almennilega út. Okkar mistök því að þessir helv....... spanjólar tala hver ofaní annan og allir reyna að tala hærra en næsti maður. Alger snilld um kl 8 á morgni eftir ævintýralega byrjun að lenda á svona drasli.. Svo komumst við að því að bílstjórinn ratar bara til Köben en ekkert í Köben sjálfri, sem er frekar nauðsynlegt þegar við erum að elta byggingar í Köben þannig að honum er bjargað að danskri tæknifrík sem er með GPS kerfi í símanum sínum og getur sagt honum til... Fínt. Við keyrum í gegnum miðbæ Köben og lengst í rassgat og nánast hinumeginn út úr Köben til að hleypa tveimur Búlgurum út á lestarstöð því að þeir fengu bara "far" með okkur.... og svo þræðum við okkur alla leið til baka og aftur út úr Köben á sama stað og við komum inn í borgina til að skoða kirkju.... Þessi útúrtúr kostaði okkur hádegismatinn því að bara það að skutla þessu fólki tók EINN OG HÁLFAN tíma takk fyrir. Þá vorum við búin að keyra tvisvar í gegnum miðbæinn.. Fínt..

Síðan þræðum við rútuna aftur inn í miðbæ til að við getum labbað 10 km á tveimur tímum til að skoða gamlar byggingar. Og þar fáum við að vita að af því að Búlgararnir fengu far og þurfti að skutla þeim þá sé hádegishléið búið og við þurfum að éta bara á leiðinni á milli staða að skoða..

Takk fyrir mig skíta búlgarar......

Ég og félagi minn gefum skít í þetta eftir klukkutíma og fáum okkur að éta.

á þessum tímapunkti er ég búin að eyða 6 tímum í rútu það sem af er degi.

Við þrusum miðbænum af og keyrum á tvo staði í viðbót... magnað.

Á leiðinni heim komumst við að því að spánverjarnir hafa ekkert skánað í tal-andanum og tala bara hærra....frábært. og ekki nóg ,eð það heldur þá kann bílstjórinn ekki á loftkælinguna þannig að eftir smástund sitjum við í 30 gráðu hita með snarvitlausa spánverja, berjandi á hljóðhimnunum. og ekki nóg með það heldur þá þarf bílstjórinn að stoppa reglulega til að þurrka móðuna úr glugganum því að hann sér ekkert út...

niðurstaður dagsins eru eftirfarandi...

Spánn er ömurlegt land....

Aldrei að setjast upp í rútu ef bílstjórinn lítur út fyrir að hafa lifað 2 heimsstyrjaldir......

11 og 1/2 tími í rútu á einum degi er skaðlegt fyrir rassa......og sérstaklega í 30 gráðu hita.

  


Langar að þakka viðbrögð.

Mig langar að þakka kaupfélagsins sérstaklega fyrir athugasemdina sem hann skrifar hér í færslunni á undan. Mér finnst alltaf gaman þegar að norðanmenn standa saman gegn þessu ofurvaldi sem kvenfólk er. Mér finnst líka áhugavert að lesa á milli línanna á hinum ath-semdundunum sem ritaðar voru en ég þykist skilja flest sem hefur verið skrifað. Finnst hinsvegar vanta stuðning frá fleiri sprellum því að þó að ég og kaupfélagsins séum öðrum fremri þá væri allt í lagi fyrir ykkur hina strákana sem lesa þetta að standa upp og mótmæla þessum sálfræðihernaði sem við stöndum í gagnvart kvenþjóðinni. Það er náttúrurlega bara kúgun að fylgjast með kynbræðrum okkar flykkjast í verslanir korteri fyrir lokun að reyna að kaupa eitthvað sem þeir halda að henti fyrir sína spússu.

Sameinaðir stöndum vér og berjust til síðasta blóðdropa.....

Ég hef ekki skrifað mitt síðasta í þessum efnum.

baráttukveðjur frá baunaveldi.    


Gjafir til kvenfólks.......flókið mál!

Að gefnu tilefni langar mig að skrifa svolítið um gjafir til kvenfólks. Af hverju er svona gríðarlega flókið að gefa konum gjafir. Það virðist litlu máli skipta hvað er keypt, það er yfirleitt dótið sem var við hliðina á því sem maður keypti í búðinni sem konunni langaði í. Ég er ekki fúll yfir þessu eða neitt svoleiðis, mér finnst þetta frekar fyndið ef eitthvað er. En það er svo mikið sem ég skil ekki varðandi þetta.

Svo er það annað mál hvernig þær lesa í gjafirnar sem maður gefur, en það er alltaf á hinn vegin sem maður meinti gjöfina.

T.d. þá gefur maður íþróttavarning ( af því að konan er dugleg í ræktinni ) En þá les konan "honum finnst ég vera feit"

Maður gefur andlitskrem og eitthvað svoleiðis ( stendur kannski ofurlitlum stöfum neðst á krukkunni "anti ageing cream" en hver er að spá í það ) Þá pælir konan "honum finnst ég vera hrukkótt"

Maður gefur ilmvatn af því að manni líkar lyktin af því. ( og kannski af því að það er auðveld lausn því að konur eiga aldrei nóg af ilmvötnum ) og konan hugsar "honum finnst vond lykt af mér"

Þannig að ég fór að spá í hversu langt ganga konur í þessu?????? því að mín reynsla af karlmönnum og gjöfum þá erum við flestir sáttir bara við að fá eitthvað því að það er hugurinn sem gildir. (höhömm)

tökum sem dæmi ef maður myndi kaupa blóm handa konum.....myndi hún þá hugsa "hann vill fá barn en er að tékka hvort ég höndli blómið fyrst,,,,,lifir blómið þá ræð ég við barn.

Eða t.d. Gefi maður potta eða eldhúsáhöld hugsar hún þá "okei, honum finnst vont það sem ég elda"

Konur heimsins!!!!!

Við strákarnir meinum alltaf fallegri meininguna með gjöfunum okkar. við værum ekki að hanga með ykkur ef við værum ekki svona sáttir og glaðir með ykkur, allt sem við kaupum eru bara hjálpartæki sem auðveldar ykkur ferlið við að "gera ykkur tilbúnar"

bara smá áramótahugleiðing.


hvað er að frétta gamli!!!!!!!

Góðan og blessaðan og til hamingju með jólin.

Héðan er frekar lítið að frétta nema það að konan mín er ekki sátt við mina hæfileika í að velja gjafir.....

En ég græddi því að ég fæ að eiga jólagjöfina sem ég gaf henni. Flókið en endar vel. Fékk nýja AC/DC diskinn frá mínum ástkæru sonum (þeir kunna að velja þetta) þannig að ég er mjög sáttur við þetta alltsaman. Bók og fleira í húsi og allt klárt.

Kláraði prófið og er ekki sáttur við sjálfan mig en er samt í ágætismálum.

skrifa meira þegar ég hef eitthvað merkilegt að segja.

waste of time.


AC/DC í Parken 19 júní

Já gott fólk.

Æskudraumar geta ræst.........Nú þann 19 júní næstkomandi rætist draumur sem ég er búin að lifa með í maganum síðan 1990. Að sjá Angus Young og félaga spila thunderstruck live. Ekki alveg ónýtt það. Og það sem betra er að ég er búin að tryggja mér miða en opinber miðasala byrjar ekki fyrr en þann 17 des. Og það má líka nefna það að það er nánast uppselt á alla evróputónleikana í þessum túr. Allavegna á alla þá tónleika sem byrjað hefur verið að selja á.

Þannig að ekki hætta að dreyma....... það getur allt skeð.

 Einn gríðarlega sáttur með lífið.


Ársþing framsóknar í Horsens

Já gott fólk. Hér fór fram ársþing framsóknar í Danmörku i dag. Með hér meina ég heima hjá mér í eldhúsinu....... Fengum við í heimsókn, fólk frá hinum ýmsu bæjum og borgum í danaveldi og varð úr góður fundur. Ýmis málefni voru rædd fram og tilbaka en enginn ákvörðun var tekin um nein mál. En þó að ég hafi ekki verið beinn þáttakandi í þinginu þá dró ég eina ályktun út frá þinginu......það eru sennilega fleiri framsóknarmenn í danaveldi en á Íslandi í augnablikinu..hehehehehe. Er samt reiknað með að einhverjir mæti á ársfund en aðrir verði heima. En hlutfall norðanmanna var með yfirburði framyfir malbiksfólk.

Og mæli ég með að fólk hætti að spá í fjármál og taki bara einn jólabrugg og ræði málin fram og tilbaka, eða allavegna þar til að kominn er tími fyrir annan jólabrugg. heheheh

Þið sem heima sitjið á klaka eymdarinnar!!!!!! ég skal renna einum eða tveimur jólabrugg niður fyrir ykkur. ( Það vita það allir að jólabrugg smakkast ekki eins á klakanum og í heimalandinu )

Kaupfélagsins,,,,,,,

Ég sé um þessi mál í útlöndum ef þú reddar þessu heima... Bæði að fjölga í frömmurum og teyga ölið.

 Kær kveðja

Skápaframmari.


tíu ára trúlofunarafmæli!!!!

Og ég gleymdi því að sjálfsögðu.....
Meiri djöfuls sauðurinn sem maður getur verið. En konan mín, ónei hún stendur sig og man eftir svona viðburðum. Í tilefni dagsins færði hún mér fjarstýrða þyrlu. Græja sem mig hefur alltaf langað í og ég þakka henni kærlega fyrir það.

Annars sigraði Liverpool um helgina. Vissuð þið það.

Seeja


Næsta síða »

Höfundur

Ragnar Hermannsson
Ragnar Hermannsson
giftur, tveggja barna faðir og er við nám í danmörku í augnablikinu. Og í guðana bænum þá ekki taka mig of alvarlega, þá fyrst er maður orðinn gamall.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 554

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband