Ég skoraði,,,,,,,,

Jæja. Þá er Klakamóti lokið og það endaði ekki alveg eins og við vildum. Sko, formið á keppninni er þannig að það eru spilaðir riðlar á laugardegi og úrslit á sunnudegi. En málin standa þannig að það getur enginn í mínu liði hlaupið lengur en 2 mín án þess að það sé sjúkrabíll standby. Þannig að plottið var að tapa öllu og komast ekki í úrslit. Og vorum við flestir sammála því. En laugardagurinn endaði á því að við unnum 2 og töpuðum 2 leikjum. Allt skipulagið ónýtt. Þannig að það var ræs á sunnudagsmorgun til að spila undanrásir. Þá var plottið að tapa fyrsta leik þannig að hægt væri að ná skógarferð hjá íslendingafélaginu kl 13:00. Og viti menn, það gekk eftir.

Góð helgi að kveldi komin.

PS: djöfull er mér illt í löppunum.


Vantar móralskan stuðning.

Nú er klakamótið framundan í fyrramálið og því vantar mig stuðning. Ef einhver býr yfir þeim hæfileikum að geta hlaupið og/eða spilað knattspyrnu þá má sá sami mjög gjarnan lána mér þá um helgina. Bara setja þá sem viðhengi í tölvupósti þá prenta ég þá út hér og brúka þá um helgina.

Með fyrirfram þökk

Rokkarinn

PS. Svo vil ég óska Kaupfélagsins til hamingju með að vera orðinn bloggvinur minn.


Rokk og Ról.....

Ég ætla að safna hári og svo að ég nái aftur í kamb.(rakað undir) Ég er svo gríðarlega ánægður með mína menn í Volbeat. Ég ráðlegg þeim sem ekki þekkja til að skoða Volbeat á youtube.com. Sérstaklega lögin Radiogirl og A  moment forever.

http://www.youtube.com/watch?v=VfWXo9gKYJ0

http://www.youtube.com/watch?v=Hy3rnIHKBI4&feature=related

tjékkit.

Að öðru þá er ég að fara að taka þátt í klakamótinu í "riverhouse" um helgina. Líst ekkert á þetta. ég gæti ekki hlaupið þvert yfir fótboltavöll að fullri stærð þó að ég væri allsber og Heiðar Snyrtir væri að reyna ná mér.......Því miður. En það er bara spurning um að taka þessu eins og maður og leggjast í sturtubotninn í fósturstellinguna og skæla.

Góður 


In love all over again.......

Já, ég er fallinn fyrir rokkinu eina ferðina enn og það er þessum gaurum að þakka...

http://www.youtube.com/watch?v=dhwWxKfKI9Q

 


ta.ta.ta.taaaaaa

Jæja gott fólk. hvað er að frétta úr hinum stóra heimi.

ég komst að því í dag af hverju það eru til nemar í smíði. Þeir eru til að láta pússa útihúsgögn fyrir olíuburð, þvílikum leiðindum hef ég bara ekki lent í áður, og hef ég þó prufað ýmislegt. Þannig að þið þarna úti sem eruð í þeirri stöðu að þurfa að refsa undirmönnum ykkar, látiði kvikindið slípa garðhúsgögn.

En aftur á móti kom svo "litli maðurinn sem  fær alltaf að vera með" í heimsókn áðan og þvoði bílinn minn að utan.

Takk fyrir það kæri "litli maður sem fær alltaf að vera með".

Svo langar mig að enda þetta að tilvitnun sem var mikið hlegið að milli 2 og 3 á föstudagskvöldið.

"Þetta er magnað atriði maður."

Þið kannist við þetta.


Malimalimali........

Ég fór að spá í það um daginn þegar samstarfshópurinn minn var að funda fram á gangi í skólanum, hvað minn kæri hópfélagi talar gríðarlega mikið. Hann fór fram á það rúmlega átta um morguninn að það yrði haldin fundur til að sjá út hvert vinnunni sem eftir er yrði beint. Gott og blessað. Þegar klukkan var að slá 15:00 um daginn var ég að verða frekar pirraður því að það eina sem hafði komið út úr fundinum var að það var búin að ákveða að það áttu að vera 4 dálkar á skápalóninu sem átti að búa til í Word. Og hann var búin að tala um SAMA DJÖ***** pappírinn í 7 tíma. Og sá eini sem svaraði og hafði einhverja skoðun á þessu var 4ði hópfélaginn sem að vísu er með skoðanir á öllu en nánast enginn þeirra er þess virði að eyða pappír í þær.

Þannig að. Ef einhverjum langar að byrja í byggingarfræði á 3ju önn þá er minn bekkur málið.


Já nei nei!!!!!!

Kæra Breiðholtsbúakona........... kemur ekki til greina.

Gummi.....Ertu hættur?

Ég minnist þess greinilega að ég hafi veðjað við ákveðinn einstakling um að ég fengi bíl ef hann yrði ekki hættur að reykja 15 júní.

Svo var ég að frétta það að hann væri enn að "totta" þær(huhumm) á fullu............

Þannig að:

Toyota Yaris selst ódýrt.....mjög ódýrt veit ekki hvað hann er keyrður en ég veit að hann er rauður og er ekkert voðalega gamall. Minnir að ásett verð hafi verið um 1300 þús þegar ég tók í spaðann á Gumma þannig að ég hugsa að sala náist fyrir hálfa millu.

Ef áhugi er fyrir hendi þá skal hafa samband við Gumma sjálfan og gera honum grein fyrir því að hann "skuldar mér bíl"

Dýrt að reykja maður


Halelúja og hananú.

Sælinú.

Finnst ráð að byrja á því að segja frá því að skólinn er byrjaður. Og enginn lognmolla þar á ferð. Lenti með hinum kvenmanninum í hóp ásamt eina manninum sem ég held að tali uppúr svefni. (mikið dj**** rosalega getur hann talað) En er þetta allt saman vel. á ekki von á öðru en að þessari önn verði snýtt. Enda engin ástæða til annars þegar við erum með mig í huga.

Já annars er lítið að frétta nema það að sponsorinn minn á þessari skólagöngu er að standa sig. Er að spá í að láta framleiða límmiða með nafninu hans til að setja á bílinn og vespuna svo ég hafi minna samviskubit.

Ef þið fáið eitthvað vit í þessa færslu þá endilega látið vita því ég skil ekkert.

Bæíbili


Haha, náði ég ykkur

já mér fannst ég skulda ykkur smá útskýringar á síðustu færslu hjá mér. Þannig er mál með vexti að ég dett stundum í svona rugl"zone" og á þá til að bulla alveg svakalega í fólki. Og nú þegar Breiðholtsfólkið er flutt þá eru þeir sem ég ruglaði mest í farnir og þess vegna er ég nauðbeygður til að taka það út á ykkur. Afsakið það. En það eru sem sagt engir vinir eða óvirkirvinir að trufla. Þetta er alltsaman í himnalagi. Enda ef svo væri þá myndi ég ekki pikka um það hér.

Svo var ég líka nýbúinn að lesa bloggið hjá Sverri Stormsker og var svo svakalega hrifinn af því hvernig hann notar sviga til að breyta þýðingu orða.

 Semsagt. Allt í góðu.

( frétti nefnilega af því að það væri auðvelt að misskilja þessa færslu)

Farvel


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ragnar Hermannsson
Ragnar Hermannsson
giftur, tveggja barna faðir og er við nám í danmörku í augnablikinu. Og í guðana bænum þá ekki taka mig of alvarlega, þá fyrst er maður orðinn gamall.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 582

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband