31.12.2008 | 08:19
Gjafir til kvenfólks.......flókið mál!
Að gefnu tilefni langar mig að skrifa svolítið um gjafir til kvenfólks. Af hverju er svona gríðarlega flókið að gefa konum gjafir. Það virðist litlu máli skipta hvað er keypt, það er yfirleitt dótið sem var við hliðina á því sem maður keypti í búðinni sem konunni langaði í. Ég er ekki fúll yfir þessu eða neitt svoleiðis, mér finnst þetta frekar fyndið ef eitthvað er. En það er svo mikið sem ég skil ekki varðandi þetta.
Svo er það annað mál hvernig þær lesa í gjafirnar sem maður gefur, en það er alltaf á hinn vegin sem maður meinti gjöfina.
T.d. þá gefur maður íþróttavarning ( af því að konan er dugleg í ræktinni ) En þá les konan "honum finnst ég vera feit"
Maður gefur andlitskrem og eitthvað svoleiðis ( stendur kannski ofurlitlum stöfum neðst á krukkunni "anti ageing cream" en hver er að spá í það ) Þá pælir konan "honum finnst ég vera hrukkótt"
Maður gefur ilmvatn af því að manni líkar lyktin af því. ( og kannski af því að það er auðveld lausn því að konur eiga aldrei nóg af ilmvötnum ) og konan hugsar "honum finnst vond lykt af mér"
Þannig að ég fór að spá í hversu langt ganga konur í þessu?????? því að mín reynsla af karlmönnum og gjöfum þá erum við flestir sáttir bara við að fá eitthvað því að það er hugurinn sem gildir. (höhömm)
tökum sem dæmi ef maður myndi kaupa blóm handa konum.....myndi hún þá hugsa "hann vill fá barn en er að tékka hvort ég höndli blómið fyrst,,,,,lifir blómið þá ræð ég við barn.
Eða t.d. Gefi maður potta eða eldhúsáhöld hugsar hún þá "okei, honum finnst vont það sem ég elda"
Konur heimsins!!!!!
Við strákarnir meinum alltaf fallegri meininguna með gjöfunum okkar. við værum ekki að hanga með ykkur ef við værum ekki svona sáttir og glaðir með ykkur, allt sem við kaupum eru bara hjálpartæki sem auðveldar ykkur ferlið við að "gera ykkur tilbúnar"
bara smá áramótahugleiðing.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vil bara benda á komment Kollu vinkonu við færlsuna hérna á undan.....I rest my case!!
Berta María Hreinsdóttir, 31.12.2008 kl. 11:36
Berta mín.....
Þið eruð ekki að skilja þetta. Maður er ekki alltaf að "senda skilaboð" með gjöfum. Ég er alltof einfaldur til að geta það, þú ættir að vita það eftir 11 ára sambúð.
Ragnar Hermannsson, 31.12.2008 kl. 11:39
Þið eruð yndisleg
Ég var nú bara að stríða Ragga með kommentinu hér á undan, enda veit ég eins vel og hann að Berta mín er ekki feit.
Smá ráð fyrir þig Raggi minn.... ef þú vilt gefa Berta eitthvað flott í ræktina, gefðu henni flottan hlírabol frá Casall eða eitthvað svoleiðis... ekki ADIDAS íþróttagalla.
Þú veist hvað ADIDAS skammstöfunin stendur fyrir er það ekki?
Kolbrún Jónsdóttir, 31.12.2008 kl. 14:41
Nákvæmlega Kolla mín.....mig vantar einmitt góðan bol í ræktina eða buxur sem teygjast.....það fer enginn í svona íþróttagalla í ræktina í dag, hvað þá í kellingaleikfimistíma
Raggi.....næst.....hringja í Kollu áður en þú kaupir!!!
Berta María Hreinsdóttir, 1.1.2009 kl. 20:33
fáiði verki með þessu tuði.....
Díses maður:)
Ragnar Hermannsson, 1.1.2009 kl. 20:54
Raggi.....ekki svona sár!! Líttu bara á þetta sem lærdóm....og hana nú!!
Berta María Hreinsdóttir, 2.1.2009 kl. 10:01
HAHAHAHAHAHA
Raggi, you just made my day :)
en skemmtilegt að segja frá því að... ég er ótrúlega sammála þér hehehe
en mundu bara næst. Taktu svoldið eftir hvað hún Berta segir við þig, take a hint as we say,, skiluru. Ég er viss um að einhversstaðar á leiðinni hefur hún sagt að henni vantaði BOL í leikfimina en ekki heilann galla
Nei bara svona ágiskun
Ásgerður (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 23:34
Raggi minn, hafðu bara samband fyrir næsta afmæli eða jól, ég er með náðargáfu þegar kemur að þessum málum!
En annars er ég að sjálfsögðu sammála Ragga, við karlmenn erum alltof grunnhyggnir til að láta okkur detta í hug að senda skilaboð með svona gjöfum.
Karl Hreiðarsson, 6.1.2009 kl. 16:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.