Ó(virkir)vinir

Ég er búinn að komast að því að ég er ótrúlega vinsæll meðal jafningja hér í danaveldi. Menn (og konur) hrúgast hérna á hurðarhúninn og grátbiðja mig um að verða vinir þeirra..... En maður með mína hæfileika og sögu get að sjálfsögðu ekki sinnt öllum eins vel og ég vildi. (eða sinni þeim meira en ég myndi vilja).

En nú hef ég eignast nýtt vopn í baráttunni við ó(virka)vini mína.. Bloggið. Ég sé fram á það að með aðstoð þessarar nýju og góðu tækni geti ég einfaldlega birt dagskrá og tímasetningar á hitting/samveru hérna á þessari síðu og fólkið bara fylgst með hér. Engar (ó)þarfar símhringingar eða (orð)sendingar birtar með öðrum hætti. Þannig ætti ég allavegna að losna við hringið frá dyrabjöllunni nánast allann sólarhringinn. (hehemm, kaldhæðni kannski)

Nú hef ég lokið minni ófromlegu ritskoðun á veraldarvefnum sem ég hef staðið í óumbeðinn í fleiri mánuði, og hef koist að niðurstöðu.. Ég hef komist að því að veraldarvefurinn er fínt verkfæri og gott til síns brúks, en það er eins og með byssurnar "guns aren´t dangerous, its the people that hold´s them". Ég hef komist að þeirri ópólítísku niðurstöðu að "fólk er fífl" þvílíkt endalaust rusl sem fólk birtir á vefnum, og það undir nafni (kannski ekki síns eigins en,,,,) En það er líklega ekki mitt að dæma (þó að ég hafi vissulega getu til þess). Mér hefur alltaf fundist best að segja hlutina eins og þeir eru, oftast ekki við miklar vinsældir fólksins sem á í hlut en "sometimes things need to be said" og nú er komið að einni slíkri stund....

"forvitin skita,,,,,,fær ekki að vita"

 

Farvel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnar Hermannsson
Ragnar Hermannsson
giftur, tveggja barna faðir og er við nám í danmörku í augnablikinu. Og í guðana bænum þá ekki taka mig of alvarlega, þá fyrst er maður orðinn gamall.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband