I stand corrected (ég stend leiðréttur)

Já ég tek hér með allt sem ég hef sagt ljótt og niðrandi um landsliðið í handspyrnu tilbaka og skammast mín gríðarlega(hehemm).

þvílikur árangur sem þeir hafa náð í annars erfiðustu keppni sem handspyrnan býður uppá.

Ég hef annars staðið í miklum rökræðum við nágranna minn um danska og íslenska landsliðið að undanförnu, sem flestar fara fram þannig að hann teygir hausinn uppúr þakglugganum sínum eða kallar yfir grindverkið. En hann er frekar ósáttur við gang sinna manna en viðurkenndi þó að við hefðum átt að fá vítið í lok leiks við Dani hér um daginn. Góður maður og vandaður þar á ferð.

Annars er allt í góðu hérna megin utan við það að sennilega er ég að missa hinn íslendinginn úr bekknum í skólanum því að Egebjergbúin ætlar líklega að skrá sig á leikskólann nú í byrjun annar. Skilst mér að hann sé að fara bjarga málunum þeim megin.

(já, skólinn byrjar á mánudaginn) 

 

Þar til næst

Hejhej


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já sæll!!!! Já það verður víst að bjarga málunum á international línunni þar sem einhverjir aðrir þurfa að fá EXELENT fyrir djobbin sín hehe...

En svona að öllu gamni slepptu kemur það í ljós á mánudaginn hvort ég haldi áfram á gömlu góðu dönsku línunni eða vippi mér yfir á hina..

Þetta er allt spurning um hópaskipti, en eins og þú veist hef ég ekki verið sá allra hamingjusamasti með hópana sem ég hef verið í :)

En allavega sjáumst ferskir á mánudaginn og sjáum við þá til hvernig þetta gengur:)

Kveðja hr. óákveðinn

Egebjergbúinn (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 15:18

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Raggi, ertu ekki ánægður með ALLT?? Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 23.8.2008 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnar Hermannsson
Ragnar Hermannsson
giftur, tveggja barna faðir og er við nám í danmörku í augnablikinu. Og í guðana bænum þá ekki taka mig of alvarlega, þá fyrst er maður orðinn gamall.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband