19.8.2008 | 07:49
MAC Adressa??????
Já komiði sæl og blessuð. Réttið upp hönd þið sem vitið hvað MAC adressa er? Ég er búin að eiga mörg símtölin við mína menn hjá Stofanet sem er mín netveita hér í danaveldi. Og málið er búið að vera það að við fengum sent nýtt modem sem átti að tryggja okkur 10 mb tenginguna sem við keyptum fyrir ári síðan. En þá sögðu jarlarnir að þeir gætu ekki tryggt okkur öll 10 mb því að það væri verið að vinna í að endurnýja netið í danmörku.(þ.e. strengi og snúrur,,,,ekki internetið) allt gott og blessað með það, fengum tilheyrandi afslátt og allt hefur staðist fram til þessa. Nema hvað, fékk nýtt modem og router til að ég gæti haft þráðlaust net, gallinn bara sá að það er bara einn útgangur fyrir "netstick" á modeminu. Hann þarf ég að nota fyrir þráðlausa dæmið. Þannig að kallinn arkaði upp á Stofanet (sem bytheway er flutt nánast til Billund) og fékk "switch" (já ég veit, ég er rosalegur í tölvumálinu) og síðan hefur smartsíminn minn gefið mér langt nef. Hófst ég þá handa við að hringja í allar mögulegar þjónustulínur og aðstoðarkokka og hef ég staðið í því í 2 sólarhringa. Allir hafa sagt að vandamálið liggi ekki hjá þeim. Þar til áðan. mér þykir ákaflega vænt um mann sem heitir Cristian og vinnur hjá þjónustuveri Stofa. Ég lýsti raunum mínum fyrir honum og hann sagði:
Heyrðu, Bíddu pínu ég held ég viti hvað er um að vera. Svo heyrði ég pikk á lyklaborð.
Christian: ég er búin að redda þessu er ekki komið þriðja ljósið á Smartboxið. ´
Ég: lít hægt til hægri og sé þá mér til mikillar undruna að það er kviknað ljósið sem mér vantaði til að fá samband. Ég segi: heyrðu, þetta er bara komið kallinn minn, núna ert þú uppáhaldstölvunördið mitt. (já breiðholtsbúi það geta fleiri fundið sér aðra IÐNAÐARMENN)
Svo þakka ég fyrir mig og legg á.
Sem sagt þá er Smart síminn orðin virkur og því ætla ég að fara að einbeita mér að því að hringja út um allt til að vinna upp tapaðan tíma.
En málið var semsagt það að það voru allir hinir gaurarnir að skoða vitlausa MAC adressu á símaboxinu.
Að lokum langar mig að þakka öllum gestum sumarsins fyrir komuna og fyrir allt dótið sem okkur fjölskyldunni hefur verið fært og gefið. (En mikið asskoti er gott að vera laus við ykkur hehe).
Þar til næst:
Fariði vel með ykkur.
p.s breiðholtsbúi: núna er hægt að hringja.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ömurlegt að lenda í svona málum, gott að allt er komið í lag. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 19.8.2008 kl. 10:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.