10.8.2008 | 22:27
Til hamingju kæru vinir!!!!!
Já mig langar til að óska mínu kæru vinum í Egebjerg innilega til hamingju með nýja púkann. Megi hann jafnt sem móðir og rest af fjölskyldunni vaxa og dafna um ókomna tíð.
Annars er hér endalaus keyrsla í skemmtigarða út um hvippinn og hvappinn. Ungur systursonur minn heldur okkur við efnið og heimtar nýtt adrenalínrúss á kortesfresti (sennilega var maður svona sjálfur). Búið að strauja Friheden og Legoland verður tætt í sig á morgun. Go-kart er oldnews og Givskud er out-of-date. Maður verður nú að viðurkenna að maður er nú ekkert unglamb lengur hvað varðar rússíbana og önnur tívolítæki. Munaði minnstu að ég hefði bæði migið og skitið í brækurnar í dag í Friheden. En hvað gerir maður ekki fyrir "börnin"
veriði góð hvort við annað.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þakka þér fyrir kveðjuna gamli :) Og góða skemmtun í öllum görðunum. Við verðum farnir að fara aftur í rússíbanana innan margra ára með blessuð börnin okkar hehe
Egebjergbúinn (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 15:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.