Hvernig á maður að blogga?????

Ég er búin að vera að velta þessu svolítið fyrir mér og er nokkurn veginn kominn að niðurstöðu. En áður en hún er útlistuð þá er best að nokkur atriði komi fram strax.....

1. Ég er ömurlegur í stafsetningu (ef það fer í taugarnar á þér þá skaltu leita annað til að eyða þínum tíma)W00t

2.  Ég kem ábyggilega til með að skrifa beinskeytt en er að spá í að sleppa því að nafngreina fólk og dýr eins mikið og ég kemst upp með (ef ég þekki þig og þú ert auðsærð/ur þá veit ég ekki hvort þessi síða er fyrir þig)Whistling

 3.  Ég segi það sem mér finnst og lýg mig útúr því ef það er einhver vitleysa.

Ég nefnilega hef lesið blogg hjá mörgu og mismunandi fólki núna í tölverðan tíma og er búin að mynda mér nokkurn veginn ákveðna skoðun á því hvernig bloggsíður eiga að vera. En það er ekki þarmeðsagt að þér finnist það sama. (þó að það sé nú líklegast að ég hafi rétt fyrir mér) Þó að mér sjálfum sé nákvæmlega sama hvaða vitleysa er skrifuð um mig svona á "opnum vef" þá veit ég að það eru ekki allir sömu skoðunar. Og segir reynslan mér það að (og þeir sem vita næstum betur en ég) að það sé nokkuð sniðugt að sniðganga nöfn í lengstu lög.....nema að það sé til að segja hve æðisleg manneskjan er. Eins og ég!. Og það er best að fólk viti það strax að það er STRANGLEGA bannað að taka mig of alvarlega, það hefur gerst og ekkert gott kom útúr því.

En að öðru.....

Eins og flestir vita þá þyki ég mjög vel heppnað eintak af mannveru og sé mig þessvegna knúin til að leiðbeina miklu vinafólki okkar sem er nýbúsett aftur í breiðholtinu. En ég fékk ákveðna áskorun frá karlhöfði þeirrar fjölskyldu nú fyrir stuttu síðan. Og gott fólk hér koma þær ráðleggingar sem um voru beðnar....

 

Ef þú "breiðholtsbúi" vilt forðast skaða af verkfærum þá held ég að besta lausnin fyrir þig sé að

LÁTA  VERKFÆRI EIGA SIG.... og hringja í fagmennTounge

held reyndar að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem að ég læt þetta flakka í samræðum við þennann ágæta annars mann...

Ef þú vilt fá myndskreyttan bækling með þessum leiðbeiningum þá bara hefurðu samband.hehe

Önnur efni:

 Nú vil ég fara að fá skáfrænda minn í Egebjerg í heiminn og gef ég þeim skötuhjúum 47 mín til að gjóta krílinu í heiminn.

 

Þangað til næst.......

Veriði góð hvort við annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er að kreista sko

Reyndi mitt besta. En það er gott að setja svona leiðbeiningarhandbók fyrir fólk hvað þá á að lesa út úr blogginu manns þá er það bara skýrt og ekkert ves.

En eitt kom mér á óvart og það er að tímasetningin á færslunni, varstu alveg að missa þig í coolinu? 08.08´08 kl. 08:08 hvað er það:)))

Bið að heilsa femmunni

Kv. Steinka

Steinunn (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 11:21

2 identicon

Sæll gamli vin og vertu nú velkominn í þennan bloggheim.

Þrátt fyrir að þú sérst eins og þú segir "vel heppnað eintak mannveru". Þá skalt þú nú fara að hætta að spá fyrir um fæðingu þessa barns míns þar sem að með hverri spá þinni þá virðist biðtíminn ekki gera neitt nema að lengjast og gera tíma verðandi föður mun erfiðari en annars hefði geta verið.

En elsku hjartans krúttið mitt hafðu það vertu stilltur og prúður

Hallur sinn (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnar Hermannsson
Ragnar Hermannsson
giftur, tveggja barna faðir og er við nám í danmörku í augnablikinu. Og í guðana bænum þá ekki taka mig of alvarlega, þá fyrst er maður orðinn gamall.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband