Færsluflokkur: Ljóð

Ó(virkir)vinir

Ég er búinn að komast að því að ég er ótrúlega vinsæll meðal jafningja hér í danaveldi. Menn (og konur) hrúgast hérna á hurðarhúninn og grátbiðja mig um að verða vinir þeirra..... En maður með mína hæfileika og sögu get að sjálfsögðu ekki sinnt öllum eins vel og ég vildi. (eða sinni þeim meira en ég myndi vilja).

En nú hef ég eignast nýtt vopn í baráttunni við ó(virka)vini mína.. Bloggið. Ég sé fram á það að með aðstoð þessarar nýju og góðu tækni geti ég einfaldlega birt dagskrá og tímasetningar á hitting/samveru hérna á þessari síðu og fólkið bara fylgst með hér. Engar (ó)þarfar símhringingar eða (orð)sendingar birtar með öðrum hætti. Þannig ætti ég allavegna að losna við hringið frá dyrabjöllunni nánast allann sólarhringinn. (hehemm, kaldhæðni kannski)

Nú hef ég lokið minni ófromlegu ritskoðun á veraldarvefnum sem ég hef staðið í óumbeðinn í fleiri mánuði, og hef koist að niðurstöðu.. Ég hef komist að því að veraldarvefurinn er fínt verkfæri og gott til síns brúks, en það er eins og með byssurnar "guns aren´t dangerous, its the people that hold´s them". Ég hef komist að þeirri ópólítísku niðurstöðu að "fólk er fífl" þvílíkt endalaust rusl sem fólk birtir á vefnum, og það undir nafni (kannski ekki síns eigins en,,,,) En það er líklega ekki mitt að dæma (þó að ég hafi vissulega getu til þess). Mér hefur alltaf fundist best að segja hlutina eins og þeir eru, oftast ekki við miklar vinsældir fólksins sem á í hlut en "sometimes things need to be said" og nú er komið að einni slíkri stund....

"forvitin skita,,,,,,fær ekki að vita"

 

Farvel


I stand corrected (ég stend leiðréttur)

Já ég tek hér með allt sem ég hef sagt ljótt og niðrandi um landsliðið í handspyrnu tilbaka og skammast mín gríðarlega(hehemm).

þvílikur árangur sem þeir hafa náð í annars erfiðustu keppni sem handspyrnan býður uppá.

Ég hef annars staðið í miklum rökræðum við nágranna minn um danska og íslenska landsliðið að undanförnu, sem flestar fara fram þannig að hann teygir hausinn uppúr þakglugganum sínum eða kallar yfir grindverkið. En hann er frekar ósáttur við gang sinna manna en viðurkenndi þó að við hefðum átt að fá vítið í lok leiks við Dani hér um daginn. Góður maður og vandaður þar á ferð.

Annars er allt í góðu hérna megin utan við það að sennilega er ég að missa hinn íslendinginn úr bekknum í skólanum því að Egebjergbúin ætlar líklega að skrá sig á leikskólann nú í byrjun annar. Skilst mér að hann sé að fara bjarga málunum þeim megin.

(já, skólinn byrjar á mánudaginn) 

 

Þar til næst

Hejhej


MAC Adressa??????

Já komiði sæl og blessuð. Réttið upp hönd þið sem vitið hvað MAC adressa er? Ég er búin að eiga mörg símtölin við mína menn hjá Stofanet sem er mín netveita hér í danaveldi. Og málið er búið að vera það að við fengum sent nýtt modem sem átti að tryggja okkur 10 mb tenginguna sem við keyptum fyrir ári síðan. En þá sögðu jarlarnir að þeir gætu ekki tryggt okkur öll 10 mb því að það væri verið að vinna í að endurnýja netið í danmörku.(þ.e. strengi og snúrur,,,,ekki internetið) allt gott og blessað með það, fengum tilheyrandi afslátt og allt hefur staðist fram til þessa. Nema hvað, fékk nýtt modem og router til að ég gæti haft þráðlaust net, gallinn bara sá að það er bara einn útgangur fyrir "netstick" á modeminu. Hann þarf ég að nota fyrir þráðlausa dæmið. Þannig að kallinn arkaði upp á Stofanet (sem bytheway er flutt nánast til Billund) og fékk "switch" (já ég veit, ég er rosalegur í tölvumálinu) og síðan hefur smartsíminn minn gefið mér langt nef. Hófst ég þá handa við að hringja í allar mögulegar þjónustulínur og aðstoðarkokka og hef ég staðið í því í 2 sólarhringa. Allir hafa sagt að vandamálið liggi ekki hjá þeim. Þar til áðan. mér þykir ákaflega vænt um mann sem heitir Cristian og vinnur hjá þjónustuveri Stofa. Ég lýsti raunum mínum fyrir honum og hann sagði:

Heyrðu, Bíddu pínu ég held ég viti hvað er um að vera. Svo heyrði ég pikk á lyklaborð.

Christian: ég er búin að redda þessu er ekki komið þriðja ljósið á Smartboxið. ´

Ég: lít hægt til hægri og sé þá mér til mikillar undruna að það er kviknað ljósið sem mér vantaði til að fá samband. Ég segi: heyrðu, þetta er bara komið kallinn minn, núna ert þú uppáhaldstölvunördið mitt. (já breiðholtsbúi það geta fleiri fundið sér aðra IÐNAÐARMENN)

Svo þakka ég fyrir mig og legg á.

Sem sagt þá er Smart síminn orðin virkur og því ætla ég að fara að einbeita mér að því að hringja út um allt til að vinna upp tapaðan tíma.

En málið var semsagt það að það voru allir hinir gaurarnir að skoða vitlausa MAC adressu á símaboxinu.

 

Að lokum langar mig að þakka öllum gestum sumarsins fyrir komuna og fyrir allt dótið sem okkur fjölskyldunni hefur verið fært og gefið. (En mikið asskoti er gott að vera laus við ykkur hehe).

Þar til næst:

Fariði vel með ykkur.

p.s breiðholtsbúi: núna er hægt að hringja.

 


stutt færsla um nákvæmlega ekki neitt

Góðann og blessaðan. Nú hafa skemmtigarðararnir verið afgreiddir í botn og Gokart einnig. komst að því í Gokartinu að ég á sennilega bjarta framtíð fyrir mér í kappakstri. Ekki það að það hafi komið mér á óvart því að ég er náttúrulega frekar góður í flestöllu. En alltaf getur maður á síg blómum bætt.

Svo sendi ég Email til punkt1 sem er raftækjaverslun hér í landi bauna, HVAÐ ER MEÐ BAUNA OG Email.......?

ÉG upplifði þetta líka í sambandi við skólan góða, Baunar virðast vera með ofnæmi fyrir tölvupósti. ég sendi til dæmis póst á danska tollinn tæpu ári áður en ég flutti út. Og viti menn ég gat lesið svarið ca mánuði áður en ég keyrði um borð í Norrænu. Enda hafa hópfélagar mínir í skólanum fengið að heyra það. og það magnaða er að þeir eru allir sammála mér. Svo sendir maður póst á frónna og það er komið svar áður en að bréfið kemst í "sent Items". (sýnir kannski frekar hvað Íslendingar er bilaðir heldur en hvað danir eru seinir).

Nú sit ég sveittur og bíð eftir svari frá þeim í Punkt1 og reikna með því að ég megi sitja fram á nýtt ár við það, en það er alltaf gott að hafa eitthvað að gera.

Fréttir af nýja barninu eru þær að við erum að ala af okkur hlunk. hann er búin að sprengja alla skala hvað varðar þyngd, þannig að ég og konan erum búin að ákveða það að setja drenginn í megrun þannig að hann eigi sjéns í Americas next top model með Týru Banka.(óþalandi sjónvarpsefni)

Þar til næst:

Fariði vel með ykkur.


Jæja gott fólk!!!!!

Hvað er að frétta? Nú held ég að ég ætti að fá meirapróf gefins eða allavegna gegn vægu gjaldi. Nú hef ég keyrt rútu fulla af stórfjölskyldu minni í 3 daga í helstu skemmtigarða jótlands. Og er það vel. Hins vegar verð ég að trúa ykkur fyrir því að ég er að verða gamall. ég varð skíthræddur í flest öllum tækjunum þar sem að 10 ára systursonur minn hló sig máttlausan og gerði grín af mér. Hann þorir líka að stökkva af hæsta stökkbrettinu í sundlauginni, ég dreg mörkin við það í miðið.

Eru það ellimerki? Eða ber ég vott um skynsemi (höhömm)

 Er líka farinn að sjá í gengum Legoland... Ég veit ekki hvort þið vitið það eða hvort þið kærið ykkur um að lesa það en Legoland var sennilega byggt til að græða á því. Þvílikt og annað eins peningaplokk hef ég bara ekki séð áður. Nema náttúrulega þegar ég fór fyrst í Legoland, já og í annað skiptið en þá var ég ekki búin að uppgvöta dásemdir bloggfærslna. Og er reyndar ekki enn búin að því en,,, það hlýtur að gerast fyrr eða seinna. En aftur að peningaplokki. Ég til dæmis fór í sjoppuna og kaupti mér 2 lakkrísrör (stærri gerðin reyndar) og karamellupoka. fyrir allt þetta greiddi ég í reiðufé,,,,,54 dkr sem útleggst þá sem um það bil 850 isk. spáiði í það.

 

fariði vel með ykkur ungarnir mínir.


Til hamingju kæru vinir!!!!!

Já mig langar til að óska mínu kæru vinum í Egebjerg innilega til hamingju með nýja púkann. Megi hann jafnt sem móðir og rest af fjölskyldunni vaxa og dafna um ókomna tíð.

Annars er hér endalaus keyrsla í skemmtigarða út um hvippinn og hvappinn. Ungur systursonur minn heldur okkur við efnið og heimtar nýtt adrenalínrúss á kortesfresti (sennilega var maður svona sjálfur). Búið að strauja Friheden og Legoland verður tætt í sig á morgun. Go-kart er oldnews og Givskud er out-of-date. Maður verður nú að viðurkenna að maður er nú ekkert unglamb lengur hvað varðar rússíbana og önnur tívolítæki. Munaði minnstu að ég hefði bæði migið og skitið í brækurnar í dag í Friheden. En hvað gerir maður ekki fyrir "börnin"

 

veriði góð hvort við annað. 


Mínir menn

Já, þetta gefur tóninn fyrir það sem verður leiktíð Liverpool. Sýna mikinn karakter að vinna leikinn á 90 mínútu. Koma svo,, tæta deildina í sig.


mbl.is Sigrar hjá Arsenal og Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig á maður að blogga?????

Ég er búin að vera að velta þessu svolítið fyrir mér og er nokkurn veginn kominn að niðurstöðu. En áður en hún er útlistuð þá er best að nokkur atriði komi fram strax.....

1. Ég er ömurlegur í stafsetningu (ef það fer í taugarnar á þér þá skaltu leita annað til að eyða þínum tíma)W00t

2.  Ég kem ábyggilega til með að skrifa beinskeytt en er að spá í að sleppa því að nafngreina fólk og dýr eins mikið og ég kemst upp með (ef ég þekki þig og þú ert auðsærð/ur þá veit ég ekki hvort þessi síða er fyrir þig)Whistling

 3.  Ég segi það sem mér finnst og lýg mig útúr því ef það er einhver vitleysa.

Ég nefnilega hef lesið blogg hjá mörgu og mismunandi fólki núna í tölverðan tíma og er búin að mynda mér nokkurn veginn ákveðna skoðun á því hvernig bloggsíður eiga að vera. En það er ekki þarmeðsagt að þér finnist það sama. (þó að það sé nú líklegast að ég hafi rétt fyrir mér) Þó að mér sjálfum sé nákvæmlega sama hvaða vitleysa er skrifuð um mig svona á "opnum vef" þá veit ég að það eru ekki allir sömu skoðunar. Og segir reynslan mér það að (og þeir sem vita næstum betur en ég) að það sé nokkuð sniðugt að sniðganga nöfn í lengstu lög.....nema að það sé til að segja hve æðisleg manneskjan er. Eins og ég!. Og það er best að fólk viti það strax að það er STRANGLEGA bannað að taka mig of alvarlega, það hefur gerst og ekkert gott kom útúr því.

En að öðru.....

Eins og flestir vita þá þyki ég mjög vel heppnað eintak af mannveru og sé mig þessvegna knúin til að leiðbeina miklu vinafólki okkar sem er nýbúsett aftur í breiðholtinu. En ég fékk ákveðna áskorun frá karlhöfði þeirrar fjölskyldu nú fyrir stuttu síðan. Og gott fólk hér koma þær ráðleggingar sem um voru beðnar....

 

Ef þú "breiðholtsbúi" vilt forðast skaða af verkfærum þá held ég að besta lausnin fyrir þig sé að

LÁTA  VERKFÆRI EIGA SIG.... og hringja í fagmennTounge

held reyndar að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem að ég læt þetta flakka í samræðum við þennann ágæta annars mann...

Ef þú vilt fá myndskreyttan bækling með þessum leiðbeiningum þá bara hefurðu samband.hehe

Önnur efni:

 Nú vil ég fara að fá skáfrænda minn í Egebjerg í heiminn og gef ég þeim skötuhjúum 47 mín til að gjóta krílinu í heiminn.

 

Þangað til næst.......

Veriði góð hvort við annað.


Góðan og blessaðan,,,,,,

Hvað er að frétta.... er ekki kallinn mættur í bloggheimana. Hélt að þetta ætti nú ekki eftir að gerast en maður verður nú að fylgja straumnum, ekki satt. Ég læt heyra meira frá mér síðar en þangað til.......veriði góð hvort við annað.

« Fyrri síða

Höfundur

Ragnar Hermannsson
Ragnar Hermannsson
giftur, tveggja barna faðir og er við nám í danmörku í augnablikinu. Og í guðana bænum þá ekki taka mig of alvarlega, þá fyrst er maður orðinn gamall.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband